Sama viðfangsefni, mismunandi form
Verkefni
Í þessu verkefni er verið að samþætta sjónlistir og íslensku. Nemendur vinna með ýmis ólík efni svo sem pappamassa, leir, textíl og mismunandi liti. Verkefnin sem eru lögð fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, mismunandi liti, áferð, ljósi og skugga auk þess sem nemendur búa til stutta sögu.
Nýir miðlar:
Nemendur kynnast appinu Stop Motion Studio og vinna stuttmynd út frá verkefnum sínum, segja stutta sögu um aðal persónu.
Fyrir hvern:
þetta námsefni er hugsað fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Áhersla er lögð á að nemendur læri að útfæra hugmynd sína úr teikningu yfir í þrívítt form.
Mismunandi efni og form:
Lögð er áhersla á að nemendur læri að útfæra sama viðfangsefni í mismunandi efni og form.
Markmið:
Markmið er að þjálfa sjónræna athygli nemenda, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, ásamt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð, formhugsun og hvernig hægt er að segja sögur með mismunandi aðferðum.
Nemendur teikna viðfangsefni á MDF 12x12 cm. Nemendur velja hvort þeir mála myndina eða lita með trélitum. Að lokum er söguð lítil rauf á bakhlið myndarinnar og borðið brotið fram.
Nemendur velja sér efni sem þeim þykja áhugaverð og vinna verkið aftur í tvívídd. Hér að ofan má sjá saumaða mynd á útsaumsjafa. Einnig væri áhugavert að velja grófari útsaumsjafa eða striga og nota gróft garn og sauma með frjálsri aðferð.
Hér er viðfangsefni mótað í álpappír og pappamassa og mála með akrillitum og búin til leikmynd fyrir Stop Motion.
nemendur smíða kassa (lítið herbergi), borð og stól úr t.d. krossvið og mála.
Nemendur þurfa sagir og önnur verkfæri við þetta verkefni, því væri gott að vinna það í smíðastofunni.
Nemendur læra að nota app sem heitir Stop Motion Studio og segja stuttar sögur.
Þetta stutta myndband um Hrút byggir á 102 römmum. það er tekið upp með síma, Samsung Galaxy A 50 og appið Stop Motion Studio er notað til þess.
Hér má sjá verk eftir nemendur í Brekkuskóla.
Verkin eru unnin á MDF en lituð með mismunandi litum.
Rammarnir eru einnig búnir til úr MDF.
Síðastu kvöldmáltíðina kallar listakonan Nataliya Platonova frá Moskvu verk sem fylla allar blaðsíður í litlu minnisbókinni hennar
það er áhugavert að rýna í smáatriði, veggfóðrið, myndirnar sem hanga á veggnum og furðudýrin
Þessir tveir fá væna steik, dúkalagt borð og sparistell
Myndir teknar af: The Last Supper