Hildur Bjarnadóttir er einn af þeim listamönnum sem vinna beint með landið. Hún eignaðist landskika í Flóahreppi þar sem fjölbreyttur gróður vex. Í landinu sem er flatt eru móar, engi og gras. Á því vaxa plöntur eins og blóðberg, krossmaðra, hrútaberjalyng, þursaskegg, klófífa, hálmgresi, mýrasóley, ilmreyr, bugðupuntur, mjaðjurt, blávingull og hálíngresi.Hildur hefur notað landið og gróðurinn sem á því vex sem vettvang til að velta fyrir sér hvernig það er að eiga sér rætur á tilteknum stað. En hún hefur líka skoðað áhrif umgengni mannsins við náttúruna. Hildur vinnur liti úr plöntunum og notar í listaverkin. Í verkunum skoðar Hildur landið og tilvist þess frá mismunandi sjónarhornum. Hún býr til persónuleg kerfi, huglæg og sjálfstæð.Myndir teknar af: https://hverfisgalleri.is/artist/hildur-bjarnadottir-2/