Þú þarft:
Álpappír, veggfóðurslím, dagblöð,málningarlímband, akrílliti og pennsla.
Á þessu stigi ert þú búin að skrifa stutta sögu eða atburðarás og velja þér aðal-persónur eða dýr sem leika hlutverk í stopmotion- myndinni þinni
•Skissan af persónu eða dýrinu er tilbúin
•Nú byrjar þú á því að móta dýrið í þrívítt form út frá tvívíðri teikningu
•Þú byrjar á því að móta dýrið gróflega með álpappír. Gott er að nota málningarlímband til að festa hlutana saman. Sjá sýnikennslu hér: youtu.be/V0AGz5dHkYU
•
Nú skalt þú blanda veggfóðurslímið með vatni og setja í ílát og rífa dagblað í ræmur eða ferninga. Því næst er límið sett á pappírsræmurnar og laggt á álpappírinn, mundu að strjúka vel yfir. Svona mótar þú dýrið og gættu vel að því að hvergi sjáist í álpappírinn. Þú gætir þurft að fara nokkrar umferðir. Sjá sýnikennslu hér: https: youtu.be/UY28k1twG2A
Að lokum er dýrið málað með akríllitum. Mundu að það verður að þorna vel áður en þú byrjar að mála það. Hafðu vatn í krukku og tusku við hendina. Ef þú ætlar að mála augu eða eitthvað fínlegt skaltu velja þér pensil með fínum oddi. Sjá sýnikennslu hér: youtu.be/mmzyxDETGD8