Verkefni
Verkefni
í þessu verkefni kynnast nemendur green screen og hvernig hægt er að vinna verkefni á marga vegu. Nemendur eru hvattir til að nota myndverk sem unnin voru til dæmis í Myndlistaverkefni og umhverfismennt sem bakgrunn svo er hægt að móta persónur og leikendur og búa til stutt myndband. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram. Við myndvinnslu er notað appid PowerDirector.
Green Screen-Grænskjár
Green Screen myndatökur bjóða upp á marga áhugaverða möguleika. Nemendur taka þá myndböndin sín upp fyrir framan grænan vegg/tjald og skipta svo um bakgrunn með því að hreinsa út græna litinn. Græni liturinn er oftast notaður því hann er ekki svo algengur í fatnaði en hægt er að nota aðra liti. Nemendur geta klippi efnið í Do ink Green Screen smáforritinu/appinu, Imovie eða PowerDirector.
Í þessu verkefni eru notuð vatnslitaverk og lamadýrin úr pappamssa. Teknar voru myndir af lamadýrum með green screen og þá var auðvelt að setja þau inn í landslagsverkin. Dýrin falla vel að íslenskri fjallasýn og landslagi. Í þessu verkefni eiga nemendur að vinna sjálfstætt, þeir búa til sinn eigin bakgrunn og fígúrur. Nýta má eldri verk í þessu verkefni.
Í þessu verkefni er unnið með akríl- og vatnslitaverk í bakgrunn en handbrúður í forgrunn. Það er áhugavert að búa til sinn eigin bakgrunn og persónur. Nú fá handbrúðurnar tækifæri til að skoða sig um í Önundar- og Breiðafirði.
Við myndvinnslu er notað appid PowerDirector.
Lamadýr á Barðastrandarsandi.
Eins og sjá má verður græni liturinn gegnsær.