Verk eftir Hiroyuki Nishimura en hann notar viðarafganga eða frákast í verkin sín.
Mynd tekin af: http://www.somewheretokyo.com/hiroyukinishimura_shepherdandgrandson.html
Sjálfbærni
Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar sem felur í sér að nemendur þurfa að tileinka sér gagnrýna hugsun á sviði neyslu-og umhverfishegðunar sem leitt gæti til sjálfbærari lífshátta. „Algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum“. (Mennta- og menningarmálaráðuneiti, 2011, bls. 20) Hluti af listgreinakennslu í dag miðast að því að opna augu nemenda fyrir því að það sem við hendum og köllum úrgang getur verið dýrmætt hráefni sem getur verið spennandi að nýta á skapandi hátt. Það eru einhverjir töfrar fólgnir í að taka eitthvað sem enginn vill og gefa því smá fegurð. Og með hæfileika ruslaleitarans og einbeittan vilja getur list komið hvaðan sem er og verið gerð úr hverju sem er. Ég sé fyrir mér að sjálfbærni gæti verið tilvalið efni í heimspekilegar samræður og opnað augu nemenda fyrir mikilvægi þess að við leggjum öll okkar af mörkum til að skapa betri veröld fyrir okkur og komandi kynslóðir.
Magnús Helgason styðst nær eingöngu við endurunnið efni í verkum sínum, svo sem gamlar flísar, útileguborð, part úr eldhúsinnréttingu og fleira. Magnús er stöðugt á höttunum eftir efni í verkin sín og fylgist vel með ef einhver er að rífa innréttingar, flísar og annað sem hægt er að nota í listaverk.
Ryosuke Harashima, býr til nútímalega hluti úr gömlum
Mynd tekin af: https://www.1stdibs.com/creators/ryosuke-harashima/furniture/tables/
Norihiko Terayama notar náttúrulega hluti eins og rekavið í verkin sín
Mynd tekin af: https://plainmagazine.com/norihiko-terayama-encases-ordinary-driftwood-dried-flowers-geometric-frames/
Jean Michel Basquiat notaði gjarnan rusl sem hann fann á götum Manhattan í verkin sín
Mynd tekin af: https://www.sothebys.com/en/auctions/ecatalogue/2015/contemporary-evening-n09345/lot.42.html
Mynd tekin af: https://www.1stdibs.com/creators/ryosuke-harashima/furniture/tables/
Mynd tekin af:https://www.pinterest.ch/pin/27021666501919377/
Verkin hér að ofan eiga það sameiginlegt að þau eru öll búin til úr rusli eða fundnu efni samt búa þau yfir mikilli fegurð hvert á sinn hátt. Sum þeirra svo fáguð og viðkvæm meðan að verk Basquiat öskra á áhorfandinn með hömlulausri og einlægari tjáningu sinni. Ég sé fyrir mér að þessi verk geti verið kveikja að heimspekilegum samræðum um sjálfbærni og hvernig er hægt að endurvekja og endurvinna úr gömlu og fundnu efni.
Þessi kynjavera var búin til í listasmiðjum í Grímsey. Veran er mótuð á rekavið úr álpappír, dagblöðum og pappamassa
Þessir hákarlar voru búnir til í listasmiðjum í Hrísey. það er upplagt að nota efnivið úr nánasta umhverfi í verkin. Í þetta verk er notaður rekaviður úr nánasta umhverfi, pappamassi og álpappír. Verkið er málað með akríllitum
þetta skrímsli var búið til í listasmiðjum í Grímsey sem voru haldnar á bryggjunni.
í þessu verkefni var sagaður niður stóll og hlutar hans nýttir í verkin. Nemendur bjuggu til mismunandi andlit með því að endurnýta afganga og gamalt dót.