Viðfangsefni kennslu
Í þessu verkefni er unnið út frá samtímalist og endurvinnslulist Í áfanganum kynna nemendur sér menningarumhverfi samtíma síns og rannsaka það út frá merkingarfræði og menningarsögu. Námið byggist á virkri þátttöku nemenda. Nemendur læra að ráða í þá merkingu sem felst í formi og framsetningu hlutanna. Við munum velta því fyrir okkur hvernig efnisval endurspeiglar tíðarandann. Í tímunum skapa nemendur sitt eigið verk úr endurunnu efni þar sem verk til dæmis Magnúsar Helgasonar og Aðalheiðar Eysteinsdóttur eru notuð sem innblástur.
Hugtök:
sjálfbærni, geometría, endurvinnsla, tíðarandi, samtími, innblástur
Námskeiðslýsing:
Í þessum kennslustundum kynna nemendur sér verk Magnúsar Helgasonar og Aðalheiðar Eysteinsdóttur og rannsaka þau út frá merkingarfræði og samtímanum. Námið er fræðsla um fyrrnefnda listamenn auk þess sem það byggist á virkri þátttöku nemenda og að þeir nýti sér upplifun sína sem innblástur í eigin myndsköpun.
Markmið:
Að nemandi geti fjallað um list með vísun í samtímann og samtímalist og geti nýtt sér þá þekkingu til að vinna eigin myndverk eða skúlptúra.
Að nemandi geti kynnt verkefni sín og niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt - geti tekið á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín.
Að nemandi geti beitt vfiðeigandi verkfærum og áhöldum við útfærslu á eigin verki.
Við byrjum á að skoða verk Aðalheiðar Eysteinsdóttur og Magnúsar Helgasonar. Stutt kynning á listamönnunum og hvernig verkin endurspegla samtímann og hvað átt er við þegar talað er um samtímalist. Nemendur taka með sér skissubækur og byrja að skissa hugmyndir að eigin verkum. Mikil áhersla lögð á sjálfstæðar rannsóknir nemenda á þeim hugmyndum sem uppi eru um myndlist samtímans og þeirra listamanna sem eru til umfjöllunar hverju sinni auk þess verður lögð áhersla á umræður um stöðu myndlistarinnar í sögulegu ljósi. Nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit.
Námsmat
Símat:
Námsmat felst í lokaverki og umræðuþátttöku nemenda út frá markmiðum verkefnis. Kynningu nemenda á endurvinnsluverki, þátttöku í umræðum og skilning sem þeir sýna á því efni sem fjallað er um.
Hvernig verða hvert hæfniviðmið metið?
Út frá virkni í tímum og afrakstur í verki.
Lesefni:
Nemendur eru hvattir til að skoða þær sýningar sem eru í gangi um þessar mundir og lesa sér til um hvað felst í orðinu samtímalist. Lesefni: Listgildi samtímans, Handbók um samtímalist á Íslandi eftir Jón B.K.Ransu.
Hvernig kynni ég verkefnið fyrir nemendum:
Ég verð með innlögn um samtímalist auk þess sem ég verð með glærusýningu um endurvinnslulist. Nemendur fá frjálsar hendur við útfærslu eigin verka en stuðst verður sem mest við endurunnið efni. Nemendur hvattir til að koma með efni að heiman.
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: Samtímalist og hvað hún felur í sér og hvernig menningarumhverfi hefur áhrif á listsköpun og hvernig tíðarandinn mótar og hefur áhrif á verk listamanna.
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: rannsaka myndverk út frá merkingarfræði, menningarsögu og samtíma og nota sem innblástur í eigin verk. Nemandi þarf auk þess að geta beitt mismunandi verkfærum og áhöldum við útfærslu á eigin verki.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að útfæra sitt eigið verk. Nemandi skal vera fær um að útskýra hvað felst í orðinu samtímalist og hvers vegna verk Magnúsar Helgasonar og Aðalheiðar Eysteinsdóttur endurspegla samtímann.
Nemendur þurfa að búa yfir hæfni/leikni til að beita viðeigandi verkfærum og áhöldum til að úrfæra og forma eigið myndverk.
Í þessu verkefni flétta ég samtímalist og /eða hönnun inn í kennslu með það að markmiði að hún veki áhuga nemenda og dýpki skilning þeirra á aðferðum lista í samtímanum. Í kennslustundunum “3 x 80 mínútur” kynna nemendur sér menningarumhverfi samtíma síns og rannsaka það út frá merkingarfræði og menningarsögu. Námið byggist á virkri þátttöku nemenda. Nemendur læra að ráða í þá samfélagslegu og persónulegu merkingu og gildismat sem felst í formi og framsetningu hlutanna. Við munum skoða til dæmis verk Magnúsar Helgasonar og velta því fyrir okkur hvernig efnisval endurspeglar tíðarandann. En Magnús Helgason styðst nær eingöngu við endurunnið efni í verkum sínum, svo sem gamlar flísar, útileguborð, part úr eldhúsinnréttingu og fleira. Magnús er stöðugt á höttunum eftir efni í verkin sín og fylgist vel með ef einhver er að rífa innréttingar, flísar og annað sem hægt er að nota í listaverk. Magnús notar auk þess málningu eða sprey í verkin sín en reynir að halda litaflötunum hreinum og lausa við allt persónulegt. Hann segir að það sé eitthvað inn í sér, einhver tilfinning innra með honum sem segi honum hvenær verkið er tilbúið.
Í kennslustund þrjú og fjögur byrja nemendur að móta sitt eigið verk úr endurunnu efni þar sem til dæmis verk Magnúsar eru notuð sem innblástur. Nemendur eru hvattir til að koma með efni að heiman og að finna sitt eigið efni. Í skólanum verður kassi með efni sem nemendur geta leitað í auk þess sem við fáum aðgang að verkfærum úr smíðastofunni.
Grunnþættir menntunar snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það (Mennta- og menningaráðuneytið, 2011, bls.14). Þetta verkefni snertir á nokkrum grunnþáttum menntunar svo sem læsi, sjálfbærni og sköpun.
Sjálfbærni:
Sjálfbærni snýst um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Sjálfbærni felur í sér virðingu fyrir umhverfinu, ábyrgð, heilbrigði, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti, ekki bara í nútíma heldur og gagnvart komandi kynslóðum. Algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum (Mennta- og menningaráðuneytið, 2011, bls.18).
Læsi:
Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á (Mennta- og menningaráðuneytið, 2013, bls.17).
Sköpun:
Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit. Glíman við viðfangsefnið og það að finna lausn getur verið umbun sköpunarinnar í sjálfu sér. Sköpun brýtur hefðbundin mynstur, reglur og kerfi og veitir nýja sýn á fyrirbæri og viðteknar hugmyndir. Sköpun byggist á gagnrýninni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skiptir sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins (Mennta- og menningaráðuneytið, 2013, bls.149).
Heimildir:
Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011) Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (1999) Aðalnámskrá framhaldsskóla. Listir. Reykjavík: