Kennsluáætlun
Myndlistaverkefni og umhverfismennt
Myndlistaverkefni og umhverfismennt
Um verkefnið
Í þessu verkefni er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Notaðar eru ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum tilraunir með vatnsliti. Í áfanganum er einnig lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu með því að taka myndir af haustinu og skrásetja. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir. Nemendur kynnast vatnslitum eiginleikum þeirra og meðferð auk þess munu þeir kynnast hreyfimyndagerð og appinu FlipaClip. Vinnan byggir á vinnu í tímum og heimavinnu.
Kennsluaðferðir:
Sýnikennsla, innlögn, rannsókn.
Námsmat:
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn.
Hvernig verða hvert hæfniviðmið metið?
Skissubók og hugmyndavinna 30%
Ljósmyndir 15%
Vatnslitir og tilraunir 40 %
FlipaClip 15%
Lesefni:
Skoða listamenn eins og Ásgrím Jónsson sem er þekktur fyrir vatnslitaverk sín, Andy Goldsworthy sem er þekktur fyrir náttúruverk og Paul Klee sem ég tengi við verkefnið okkar, þann hluta er við búum til litaprufur. Það er auk þess tilvalið að nota verk Merian sem kveikjur. Maria Sibylla Merian (1647- 1717) var þýskur náttúrufræðingur og vísindalegur teiknari. Hún var ein af fyrstu náttúrufræðingum Evrópu til að fylgjast með skordýrum og skrásetja hegðun þeirra með teikningum.
Hvað gera nemendur:
Nemendur nota ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum tilraunir með vatnsliti. Í áfanganum er einnig lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu með því að taka myndir af haustinu og skrásetja í skissubók. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir. Nemendur læra um vatnsliti, meðferð og eiginleika, auk þess munu nemendur kynnast hreyfimyndagerð og til þess er notað Appið FlipaClip. Vinnan byggir á vinnu í tímum og heimavinnu.
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
markvissum leiðum til að halda utan um hugmyndir sínar og úrvinnslu þeirra
þýðingu fjölbreyttrar gagnasöfnunar við þróun hugmynda
á umhverfi sínu með því til dæmis að taka myndir af og skrásetja
hugsunarferlinu frá hugmynd til listrænnar sköpunar
eigin persónulegu leiðum við hugmyndavinnu
samhenginu á milli hugmyndar, efnis, rýmis, tækni, aðferða og niðurstöðu
möguleikum rýmis, lita, ljóss, hljóðs, tækja og tóla við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda
eiginleikum vatnslita
gerð hreyfi-mynda með PlipaClip
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna ferlið frá hugmynd til afurðar
beita opinni og leitandi hugsun við þróun hugmynda
skýra hugmyndir sínar á munnlegan, skriflegan og myndrænan hátt
beita sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi í vinnubrögðum við framsetningu eigin hugmynda
taka ljósmyndir,
vinna með vatnsliti.
að nýta sér appið FlipaClip við gerð hreyfimynda
Hæfniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast hæfni í að:
þróa hugmyndir sínar á opinn og skapandi hátt í gegnum tilraunir með vatnsliti og vinnu í skissubækur
kynna hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt eins og með hreyfimyndum
nýta möguleika vatnslita við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda
nemandi skal geta hagnýtt þekkingu á vatnslitum og leikni sem hann hefur aflað sér með tilraunum til að búa til sína eigin hreyfimynd þar sem vatnslitamynd er notuð sem bakgrunnur
Greinagerð um áfangann:
Í áfanganum er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Nemendur nota skissubókina við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum ljósmyndir og tilraunir með vatnsliti. Í áfanganum er einnig lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu með því að taka myndir af haustinu og skrásetja “ væri hægt að samþætta þennan áfanga náttúrufræði” Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir. Í áfanganum er unnið með ljósmyndir og nemendur kynnast vatnslitum eiginleikum þeirra og meðferð auk þess munu nemendur kennslu í hreyfimyndagerð og Appinu FlipaClip sem hægt er að hlaða í síma eða Ipad. Vinnan byggir á vinnu í tímum og heimavinnu.
Nemendur vinna meðal annars með liti haustsins, þeir eru beðnir um að veita litum og laufum trjánna sérstaka athygli og hvernig litirnir breytast dag frá degi. Ég sýni þeim verk Andy Goldsworthy sem er þekktur fyrir náttúruverk sín. Ég tengi einnig verk Paul Klee við verkefnið okkar, þann hluta er við búum til litaprufur.
Grunnþættir menntunar:
Grunnþættir menntunar snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það (Mennta- og menningaráðuneytið, 2011, bls.14). Þetta verkefni snertir á nokkrum grunnþáttum
Læsi:
í þessum áfanga læra nemendur að lesa í náttúruna og veita henni athygli. Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á (Mennta- og menningaráðuneytið, 2013, bls.17).
Sköpun:
Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit. Glíman við viðfangsefnið og það að finna lausn getur verið umbun sköpunarinnar í sjálfu sér. Sköpun brýtur hefðbundin mynstur, reglur og kerfi og veitir nýja sýn á fyrirbæri og viðteknar hugmyndir. Sköpun byggist á gagnrýninni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skiptir sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins (Mennta- og menningaráðuneytið, 2013, bls.22).
Sjálfbærni:
Umhverfið og þar með náttúran umlykja allt mannlegt samfélag. Sjálfbær þróun getur ekki átt sér stað nema innan þeirra takmarka sem vistkerfi jarðar setja okkur. Því er skilningur á þeim takmörkum, ásamt ferlum, lögmálum og hringrásum í náttúrunni, mikilvægur grundvöllur þess að okkur takist að vinna eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þannig þurfa nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna, bæði vegna sjálfgildis hennar og þeirrar þjónustu sem hún innir af hendi við mannfólkið. verksins (Mennta- og menningaráðuneytið, 2013, bls.18). Með því einu að fá nemendur til að veita náttúrunni athygli “litum trjánna og hvernig þeir breitast” verði þeir meðvitaðri um umhverfið og mikilvægi þess að við berum virðingu fyrir jörðinni.
Heimildir
Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011) Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti.Reykjavík: