Þetta fallega verk er eftir nemendur í Grímsey og lýsir fuglalífinu í eyjunni.
Verkefni
Í þessu verkefni er sjónum nemenda beint að samspili manns og náttúru. Nemendur eru beðnir um að veita fuglum í nánasta umhverfi athygli og komast að því hvað þeir heita. kennarinn skráir nöfn fuglana og hvar þeir sáust, hvort þeir eru staðfuglar eða farfuglar, hvað þeir borða og hvar þeir lifa
Fuglar eru ólíkir í háttum. Sumir halda hópinn, aðrir eru einfarar, sumir veiða dýr, aðrir tína fræ, sumir fljúga langt aðrir fara ekki neitt. Þannig mætti halda áfram. Nemendur velja sér einn fugl til að fræðast um, teikna og móta í leir eða pappamassa. Í tímunum skiptast nemendur á að halda stutta kynningu á sínum fugli.
Nemendur búa til sameiginlegt myndverk þar sem allir fuglarnir eru límdir inn á sameiginlegt myndverk (sjá mynd til vinstri).
Að lokum móta nemendur sinn fugl í pappamassa.
Markmið:
Að nemendur geti sagt frá eigin upplifun á náttúrunni og fuglum í náttúrunni og tjáð þá upplifun með aðferðum lista bæði í tvívítt og þrívítt form.
Að nemendur læri að vinna með mismunandi efni og áhöld svo sem pappamassa, mótunarvír og akrílliti.
Að nemendur veiti fuglum í nánasta umhverfi athygli.
Sjá einnig:
Nemendur byrjuðu á að móta línur fuglanna með mótavír og festa á trékubb.
því næst var hann mótaður áfram með álpappír og pappamassa og að lokum málaður með akríllitum.
Pappamassinn var þurrkaður með blásara til að flýta fyrir þornun svo hægt væri að byrja að mála.
Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826–1907). Bókin er eitt af helstu verkum Benedikts. Í henni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900 og teiknar Benedikt myndir af þeim öllum, lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var vitað.
Benedikt Gröndal var einn mesti fjölfræðingur og hæfileikamaður íslenskrar menningarsögu. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla, samdi kennslubækur í náttúrufræðum og var listaskrifari og teiknari.
Það er afar áhugavert að skoða handbragð Benedikts, þar sem hann hefur lagt mikla alúð í teikningar sínar.
Myndir teknar af: https://www.ni.is/frettir/2011/10/islenskir-fuglar-eftir-benedikt-grondal
Falleg bók um íslenska fugla. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega.
Sandlóa sýnir leikræna tilburði og þykist slösuð þegar hætta steðjar að.
Myndir teknar af: https://angustura.is/products/fuglar
Það gæti verið gaman að fara út með verkin og setja þau í náttúrulegt umhverfi, taka myndir og búa til sögur.
Einu sinni var Heiðlóa sem byrjaði alla daga á að drekka kaffi og horfa á hafið.....
Nemendur fengu að ráða efni og aðferð. Myndin í miðjunni er unnin með blýanti og trélitum, myndin til hægri með vatnslitum á vatnslitapappír en myndin til vinstri er unnin með vatnslitum og trélitum.
Hér endurnýtum við pappakassa. Nemendur teikna og mála fuglana með akríllitum eða neocolor og klippa svo út og mála/lita svo hina hliðina. Notaðir eru grillpinnar fyrir fætur og afgangskubbar í undirstöðu.
Niki de Saint Phalle (1930-2002) var fransk-amerískur myndhöggvari, málari, kvikmyndagerðarmaður og höfundur litríkra handskreyttra bóka.Hún átti erfiða æsku og hlaut ekki hefðbundna menntun. Eftir að Niki eignast börnin sín tvö byrjaði hún að búa til list í barnalegum, tilraunakenndum stíl. Hún fékk fyrst heimsathygli fyrir verkið "reiði og ofbeldi". Verk Niki þróuðust í litríkar, stórfelldar höggmyndir af dýrum, skrímsli og kvenfígúrum. Umfangsmesta verk hennar var Tarot-garðurinn, stór skúlptúrgarður sem inniheldur fjölmörg verk Niki.
Sérkennilegur stíll Saint Phalle vakti mikla athygli og var talað um list hennar sem "naive" en hún hlaut enga formlega menntun í myndlist. Bækur hennar og mikið af bréfaskriftum voru skrifaðar og myndskreyttar í skærlituðum og barnalegum stíl, en á lífsleiðinni tók Niki á mörgum umdeildum og mikilvægum hnattrænum vandamálum.
Myndir teknar af: www.pinterest.com/louisemic/niki-de-saint-phalle/
Í þessu verkefni þurfa nemendur að búa til tvær myndir í mismunandi stærðum sem líkjast hvor annari. Minni myndin fer utan á boxið. Púsluspilið er búið til úr 4 mm MDF og málað og litað með akríllitum og neocolor. Það er sagað út í tifsög. Boxið er brotið saman úr kartoni. Nemendur í fjórða bekk og eldri ættu að ráða við að brjóta boxið eftir sýnikennslu.