Verkefni
Í þessu verkefni er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Notaðar eru ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum tilraunir með vatnsliti. Í verkefninu er einnig lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu með því að taka myndir af haustinu og skrásetja. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir. Í verkefninu er unnið með ljósmyndir, vatnsliti auk þess munu nemendur kynnast hreyfimyndagerð og til þess er notað appið FlipaClip. Vinnan byggir á vinnu í tímum og heimavinnu. Lögð er áhersla á að nemendur skrái tilraunir sínar í vinnubók. það er tilvalið að nemendur safni hugmyndum sínum í rafræna bók (sjá bookcreator hér fyrir neðan).
Efni og verkfæri:
Það sem nemendur þurfa til að vinna þetta verkefni er: Skissubók, þrjá blýanta: 2h, hb og 2b, vatnsliti og pensla, vatnslitapappír, síma eða Ipad.
Appið FlipaClip
Hér eru upplýsingar um appið FlipaClip: snjallskoli.is/oppin/flipaclip/
Í hugmyndabókinni má finna hugmyndir að verkefnum er tengjast haustinu.
Litarefni úr íslensku umhverfi
Andy Goldsworthy er þekktur fyrir náttúruverk sín, hann vinnur með liti laufblaða í verkum sínum.
Sjá nánar: www.artnet.com/artists/andy-goldsworthy/
Í verkefninu er lögð áhersla á að nemandi auki þekkingu og skilning á umhverfi sínu með því að taka myndir af haustinu og skrásetja í skissubók.
Ég tel að með því einu að fá nemendur til að veita náttúrunni athygli “litum trjánna og hvernig þeir breitast” verði þeir meðvitaðri um umhverfið og mikilvægi þess að við berum virðingu fyrir jörðinni.
Nemendur vinna meðal annars með liti haustsins, þeir eru beðnir um að veita litum og laufum trjánna sérstaka athygli, taka eftir hvernig litirnir breytast dag frá degi. Nemendur búa síðan til litaprufur út frá litum laufanna.
Ég tengi verk Paul Klee við verkefnið okkar, þann hluta er við búum til litaprufur.
Sjá nánar: www.paulklee.net/
Hér má sjá verk Maria Sibylla Merian. Það er tilvalið að nota verk Merian sem kveikjur. Maria Sibylla Merian (1647- 1717) var þýskur náttúrufræðingur og vísindalegur teiknari. Hún var ein af fyrstu náttúrufræðingum Evrópu til að fylgjast með skordýrum og skrásetja hegðun þeirra með teikningum. Merian hlaut listræna þjálfun frá stjúpföður sínum, Jacob Marrel, nemanda kyrrlífsmálarans Georgs Flegels. Merian gaf út sína fyrstu bók um náttúrulegar myndir árið 1675. Hún byrjaði að safna skordýrum þegar hún var unglingur. þegar hún var 13 ára ól hún upp silkiorma. Árið 1679 gaf Merian út fyrsta bindið í tveggja binda seríu um maðka.
Myndir teknar af:laterbloomer.com/maria-sibylla-merian/
FlipaClip er app sem auðvelt er að hlaða í síma og Ipad. Nemendur nota litaprufu sem bakgrunn í hreyfimynd. snjallskoli.is/oppin/flipaclip/
Horfðu á laufin og veittu lögun og litum athygli
Reyndu svo að líkja eftir litum laufanna í FlipaClip
í þessu verkefni er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri.
Þetta hús og Barðastrandarsandur blasir við þegar keyrt er niður af Dynjandisheiði. Það er tilvalið að nota myndir sem tengjast skemmtilegum minningum frá liðnu sumri sem fyrirmynd fyrir vatnslitamynd sem síðan má nota sem bakgrunn í hreyfimynd.
Haustið er yndislegt
óteljandi litir laufanna
hvernig litirnir breytast dag frá degi
að vatnslita prufur út frá litum laufanna
Það er tilvalið að mála sama viðfangsefni með mismunandi litum og á mismunandi pappír
Hér er unnið með akrílliti á striga
í þessu verki eru notaðir vatnslitir. Lítil eyja á Breyðafirði
Kirkjufell við Grundarfjörð.