Lýsing á verkefni
í þessu verkefni læra nemendur að búa til handbrúður og brúðuleikhús. Unnið er með fjölbreyttar aðferðir og efni. Verkefni er hugsað fyrir börn á aldrinum 7-10 ára en það má auðveldlega aðlaga þetta verkefni öllum aldurshópum. Verkefnin sem eru lögð fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Einnig munu nemendur kynnast töfrum leikhússins og læra að búa til einfalda leikmynd fyrir brúðurnar. Unnið verður með appið PowerDerector og búin til stutt myndbönd út frá stuttum sögum og frásögnum.
Fyrir hvern
þetta námsefni er hugsað fyrir nemendur 7-10 ára
Kennslustundir
6x40 mínútur
Kennslu- og námshættir
Ég byrja tímann á að kynna mig fyrir nemendum og kynnast þeim örlítið. Leggjum nöfnin þeirra á minnið. Því næst verð ég með stutta innlögn um verkefnið og þau efni og þær aðferðir sem við hyggjumst nota. Kennslan byggist að mestu á sýnikennslu og einstaklingsmiðaðri kennslu eins og við á miða við aðstæður. Lögð er áhersla á rétt vinnubrögð við mótun hvort sem er úr pappamassa eða öðrum efnum. Það er mikilvægt að nemendur læri að dvelja í andartakinu og njóta vinnunnar því að sköpunarferlið skiptir ekki síður máli en afrakstur verksins. Ég reyni að undirbúa kennslustundirnar þannig að allt efni sem þarf í verkefnið sé klárt þegar nemendur mæta. Þegar 5-10 mínútur eru eftir af kennslustund fá nemendur tækifæri til að tjá sig um verkin sín og spyrja spurninga ef eitthvað er óljóst.
Hæfniviðmið
Hluti af því að undirbúa kennslu er að ákveða og leiða hugann að því hvernig við hyggjumst meta námið. Hvernig leggjum við mat á hvernig til hefur tekist og hvort nemandi hefur náð tökum á þeim hæfniviðmiðum sem við lögðum upp með. Við teljum mikilvægt að hæfniviðmið séu skýr og að tilgangur kennslunnar og námsins sé öllum ljós.
Að nemendur geti:
· Unnið með mismunandi efni eins og pappamassa, álpappír og akríliti
· Unnið með mismunandi liti og áferð
· Útfært tvívítt verk í þrívítt form frá skissu af handbrúðu yfir í handbrúðu
· Sýnt frumkvæði og þor, gert tilraunir í verkefninu
· Valið og beitt viðeigandi aðferðum og tækni eins og appinu PowerDerector
· Gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefninu eins og að þekkja muninn á tvívíðu og þrívíðu formi, þekki hugtök eins og: eiginleikar, söguþráður, myndvinnsla
· Sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði
· Fjallað um eigin verk og verk annara í virku samtali við aðra nemendur
Kennsluaðferðir
Innlögn og sýnikennsla þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum. Að öðru leyti er kennslan einstaklingsmiðuð og aðlöguð aðstæðum.
Námsgögn
Leir, áhöld, álpappír, veggfóðurslím, penslar, akríllitir, penslar, pappír, ritföng og dagblöð einnig verða nemendur að hafa aðgang að síma eða Ipad.
Námsmat
Við námsmatið munum við safna markvisst upplýsingum um frammistöðu nemenda meðan á náminu stendur. Eftir verkefnið er gagnlegt að hver nemandi geri sjálfsmat og skráir hjá sér hvað hann lærði af verkefninu. Að öðru leyti munum við meta verkefni nemenda út frá virkni í tíma, vinnubrögðum og færni. (Sjá hæfniviðmið hér fyrir ofan). Við endurgjöf styðjumst við auk þess við eftirfarandi:
(A) Sýnt frumkvæði og þor af öryggi, gert markvissar tilraunir í verkefninu og valið og beitt mjög vel viðeigandi aðferðum og tækni.
(B) Sýnt allnokkuð frumkvæði og þor, gert þónokkrar tilraunir í verkefninu og valið og beitt nokkuð vel viðeigandi aðferðum og tækni.
(C) Sýnir lítið frumkvæði og þor, gerir sjaldan tilraunir í verkefninu og valið og beitt sjaldan viðeigandi aðferðum og tækni.
viðeigandi aðferðum og tækni.
Sjálfsmat nemenda
Hvernig fannst þér verkefnið ganga?
· Mjög vel
· Vel
· Sæmilega
· Ekki vel
Rökstuðningu
Verkefnið kemur inn á nokkra þætti í grunnþáttum menntunar svo sem læsi, og sköpun.
Læsi
Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls.19). Í þessu verkefni læra nemendur að lesa í mismunandi efnivið auk þess sem verkefnið kallar á stafrænt læsi. Hið stafræna læsi vísar til þeirrar kunnáttu sem fólk þarf að tileinka sér til þess að geta notað tölvu- og nettækni til samskipta og efnissköpunar af ýmsu tagi. Í þessu verkefni læra nemendur að nota appið PowerDirector sem reynir á hæfni þeirra í stafrænu læsi. Læsi snýst um orð jafnt sem ljósmyndir, prentað mál sem og tónlist, og það varðar allt litróf efnisumsýslunnar, þ.e. aðföng, úrvinnslu og miðlun. Nemendur læra um tvívítt- og þrívítt form og að vinna með fjölbreyttan efnivið eins og leir og pappamass
Sköpun
Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla kallar grunnþátturinn sköpun á fjölbreyttar kennsluaðferðir og vinnubrögð.Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit (Aðalnámskrá grunnskólana, 2011, bls. 24).