Stopmotion
Stopmotion er tækni sem er notuð til að búa til kvikmyndir. Ljósmyndir eru notaðar og þeim skeytt saman til að mynda hreyfimynd.
Stop motion fellur undir svið kvikmyndagerðar og felur í sér tækni sem lætur líta út fyrir að kyrrstæðir hlutir hreyfist. Stop motion tækni er gjarnan notuð í hreyfimyndum sem byggja á brúðum eða fígúrum sem mótaðar eru úr leir eða pappamassa. Fígúrurnar fá sitt eigið líf þegar hver hreyfing er brotin niður í ramma sem eru myndaðir og settir saman í runu. Þegar myndin hefur verið sett saman og sýnd virðast persónur myndarinnar hreyfast af eigin vilja.
Stop motion var fyrsta tegund þrívíddarteiknimynda en til að byrja með var þessi gerð mynda aðallega notuð í atriðum bíómynda sem kölluðu á tæknibrellur. Einn frægasti stop motion karakter kvikmyndasögunnar er King Kong en í upphaflegu kvikmyndinni frá 1933 voru hreyfingar apans fræga skapaðar með stop motion tækni youtu.be/PbrikL8IjXM.
Negative Space
Negative Space er stopmotion mynd eftir Max Porter og Ru Kuwuhata frá 2017. Sagan byggir á ljóði eftir Ron Koethke. Persónur myndarinnar eru mótaðar úr pappamassa. Sagan fjallar um Sam sem á föður sem er afar sjaldan heima vegna vinnuferða. Faðirinn tengist syni sínum með því að kenna honum að pakka í ferðatösku sem hann virðist gera af mikilli ástríðu og vandvirkni.