Verkefni
í þessu verkefni læra nemendur að móta í snjóinn og búa til skúlptúra úr snjónum. Unnið er með fjölbreyttar aðferðir. Verkefnið er hugsað fyrir nemendur á öllum aldri. Verkefnin byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með þrívítt form, ljós og skugga. Nemendur munu kynnast töfrum vetrarins og hvernig hægt er að nýta snjóinn til listsköpunar. Landslagið okkar breytist þegar snjóar og veröldin verður hvít. Margir eiga góðar minningar tengdar snjónum svo sem skíða- skauta- og sleðaferðir en það var og er líka mjög gaman að búa til snjóhús, form og fígúrur úr snjónum.
það er mikilvægt að viðhalda þeirri hefð að fara út og leika sér í snjónum. Þetta verkefni byggir fyrst og fremst á útikennslu- og námi.
Áhöld:
Sagir, skóflur, hnífar, plastkassa og fötur
Aðferð:
Búnar eru til blokkir úr snjó með því að saga kubba og hlaða. Snjór blandaður vatni er notaður til að fylla upp í göt og jafna samskeyti. þegar búið er að hlaða nægilega stóra blokk er byrjað að móta fígúruna með hnífum, skóflum og öðrum áhöldum sem henta. Gott er að móta fígúruna eða dýrið í grófum dráttum áður en farið er að fást við smáatriði. Það er áhugavert að frysta mislita ískubba til að nota í skúlptúrana. Einnig má nota vatnsliti til að gefa skúlptúrunum lit. Notið hugmyndaflugið og ekki hika við að gera tilraunir.
Búnar eru til blokkir úr snjó með því að saga kubba og hlaða. Snjór blandaður vatni er notaður til að fylla upp í göt og jafna samskeyti.
Til þess að móta er gott að hafa góðar skóflur, sagir og hnífa. það er góð hugmynd að mót viðfangsefnið fyrst í leir en ekki nauðsynlegt.
Í Árskógarskóla var lögð rík áhersla á útikennslu.
Elísabet Geirmundsdóttir var fædd í Geirshúsi, Aðalstræti 36 á Akureyri, 16. febrúar 1915, og þar í fjörunni bjó hún og starfaði. Elísabet var ótrúlega fjölhæf í listsköpun sinni. Hún gerði listaverk úr hverju því efni sem henni barst í hendur, sumum forgengilegum eins og snjó. Í garðinum hennar mátti oft sjá fallega snjó-skúlptúra sem hún hafði mótað í snjóinn.
Brasilískur listamaður Nele Azevedo sýndi ísfólkið: 1.000 litlar sitjandi mannsmyndir gerðar úr ís. Innsetningin átti sér stað í Berlín, tilgangur hennar var að vekja athygli á loftslagsbreytingum á norðurslóðum.
Mynd tekin af: www.trendhunter.com/trends/melting-people-wwf
Verkið stóð þar til síðasta mannsmyndin bráðnaði í hitanum.
Hið fræga Ice hótel í Svíþjóð - býður listamönnum árlega að leggja fram tillögur um hönnun eigin hótelherbergis. Sigurvegararnir 2013 voru Eszter Augustine-Sziksz og Nikkila Carroll, en þau notuð meðal annars LED ljós til að skapa tálsýn sem voru litaðir gluggar í ísköldum veggjum.
Mynd tekin af: www.icehotel.com/
Það er gefandi að móta úr snjónum í nálægðinni við fjöllin.
Það er góð hugmynd að móta ísbjörnin fyrst í grófum dráttum áður en farið er að fást við smáatriðin.
Notaðir voru steinar í tennur og augu.
Það er gagnlegt að skrá niður ferlið og taka myndir. Þannig getur maður viðhaldið þekkingu og þróað hana áfram!