Verkefni
Í kjölfar þess að ég uppgötvaði að nemendur hefðu áhuga á landafræði kenndi ég þeim að búa til báta úr pappír. Ég mundi eftir að hafa séð falleg verk Halldóru Kristinsdóttur á Safnasafninu af pappírsbátum.
Í þessu verkefni er verið að samþætta sjónlistir og landafræði. Nemendur búa til báta úr pappír sem þeir lita eða mála. Nemendur teikna sig sjálfa og setja í bátinn. Nemendur sigla bátnum til þess lands sem þá langaði til að skoða og þeir mega taka fjóra hluti með sér í ferðalagið sem þeir setja í tösku sem er búin til úr pappír. það er góð hugmynd að prenta heimskort og leyfa nemendum að merkja siglingaleiðina og landið sem þá langar að heimsækja. Nemendur segja frá landinu sem þá langar að heimsækja og rökstyðja afhverju þeir tóku þess fjóra hluti með sér í siglinguna. Í þessu verkefni er verið að samþætta sjónlistir, landafræði, náttúrufræði og heimspeki. Í samræðum eru notaðar aðferðir heimspeki.
þetta verkefni er hugsað fyrir nemendur í 3.-5. bekk.
Pappír, skæri, lím, litir og málning, penslar.
Nemendur sigla bátnum til þess lands sem þá langaði til að skoða. það er upplagt að nýta sé Google Earth til að skoða sig um í heiminum https://www.google.com/earth/index.html
Það getur líka verið áhugavert að sigla um Ísland.
Nemendur búa til báta úr pappír sem þeir lita eða mála. Nemendur teikna sig sjálfa og setja í bátinn. Nemendur sigla bátnum til þess lands sem þá langar til að skoða og þeir mega taka fjóra hluti með sér í ferðalagið sem þeir setja í tösku sem búin til úr pappír.
þessi heimshornaflakkari tók með sér úlpu, svefnpoka, vatnsbrúsa og vasaljós.
Halldóra var listfeng og fann upp á því að búa til bréfbáta til siglingar í baðkerinu er hún baðaði barnabörn sín.
Myndir teknar af: www.safnasafnid.is/project/halldora-kristinsdottir/
Níels Hafstein, þáverandi formaður Nýlistasafnsins, fékk veður af þessu og pantaði hjá henni nokkra báta á sýninguna Í hjartans einlægni sem haldin var 1991.
Í þessum bréfbátum speglast daglegt líf á Vatnsnesi: flutningur á ull í kaupstað, fiskveiðar í soðið, flutningur á rekavið af Ströndum og innkaup til heimilisins. Verk Halldóru voru síðar kynnt í Safnasafninu og á sýningu þess Yfir Bjartsýnisbrúna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 2003.
Hér er sýnt hvernig hægt er að vinna verkefnið í þrívídd.
Hér er búið að búa til leikmynd úr pappír og stutta atburðarás.
Það er góð hugmynd að búa til stopmotion mynd með appi sem heitir Stop Motion Studio.