Verkefni
Eitt lykilhlutverk menntunar er að læra að skilja þann heim sem við búum í svo við verðum virkir, gagnrýnir samfélagsþegnar sem geta látið gott af sér leiða. (Aðalnámskrá grunnskólanna, 2013, bls. 150). Tilgangur útikennslu er meðal annars að nemendur tengi við eigin reynslu og þjálfist í að lesa, túlka og skrásetja upplifanir úr nærumhverfi sínu. Í þessu verkefni kynnumst við Lystigarðurinn á Akureyri með fjölbreyttum hætti. Nemendur kynnast mismunandi nálgun í að skynja náttúru og umhverfi. Í gegnum þá reynslu skrásetja þau hjá sér upplifun sína með ljósmyndum, texta, hljóðum, skissum ofl. Úrvinnslan eru meðal annars vatnslitaverkefni, munsturgerð og litaprufur sem þau skapa út frá eigin reynslu og skriflegar íhuganir. Verkefnið þjálfar nemendur í að afla upplýsinga, ígrunda upplifanir sínar, sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemendur þjálfast einnig í að nýta sér tækni til upplýsingaöflunar með því að nota síma eða ipad fyrir ljósmyndir og hljóðupptökur.
Seinni hluti:
Nemendur læra að búa til sjáfsmynd úr pappamassa sem þeir síðan mála með akríllitum. Sjálfsmyndirnar verða síðan nota í stuttmynd sem tekin verður upp í Lystigarðinum ef veður leyfir. Nemendur læra að nota appið StoppMotionStudio.
Námsmarkmið:
Upplifa náttúru í nærumhverfi
Rannsaka Lystigarðinn á Akureyri
Skrásetning á upplifun og rannsóknum í dagbók
Skissur
Vatnslitun
Að fræðast um munstur, að búa til miðjumunstur, spegilmunstur eða símunstur
Mótun í pappamassa
Vinna með nýja miðla, búin til stuttmynd með appinu Stopp Motion Studio
Læsi á eigið umhverfi með skynjun, greiningu og túlkun
Upplýsinga- og miðlalæsi á fjölbreyttan hátt til þekkingaröflunar og miðlunar.
Hugmyndabók um haustið: read.bookcreator.com/sTtLphJ4x8Y0UY4Q8wSU0Xyo5nl2/rjtZlrnhTyyTO1DPHTyjtg
Veittu umhverfi þínu og náttúru athygli
Er hægt að lesa handan þess sem virðist augljóst?
Skoðaðu form, liti, áferðir, efni og mynstur.
Lærðu nöfn mismunandi plantna og aðferðir við gerð munsturs með vatnslitum.
Það er upplagt að nota verk William Morris og Sölva Helgasonar sem kveikjur. William Morris (1834-1896) var breskur textílhönnuður, listamaður, rithöfundur og hugsjónamaður. Morris lagði áherslu á að varðveita umhverfi fyrir áhrifum af mengun frá iðnaði, hann var í mörgu á undan sinni samtíð. Hann var meðvitaður um neikvæð áhrif iðnbyltingarinnar og þá mengun sem hún olli. Hann var ósáttur við kúgandi og framandi vinnuaðstæður fólks sem vann í gráu umhverfi iðnframleiðslunar. Morris hafði áhyggjur af að græna og litríka Brétland yrði fótum troðið af iðnbyltingunni. Í gegnum ævina barðist hann gegn þessari ógn á ótrúlegan hátt: allt frá því að ögra iðnaðarframleiðslu og afmennskunaráhrifum hennar á starfsmenn með því að stuðla að vönduðu handverki og listsköpun. Morris var sannfærður um að list og handverk gæti breytt fólki og lífi þess til hins betra. Blómamynstur Morris áttu ekki bara að vera áminningu um glataða, gróskumikla fortíð heldur öllu fremur færa blómamynstur hans náttúruna yfir þröskuldinn, og þekja veggi og húsgögn, blómum, trjám og plöntum. Verk hans voru óður til mikilfenglegrar náttúru, hann vildi benda á mikilvægi hennar í bland við handverkið (Mín þýðing, Rawan Bain, 2019, bls. 8-11).
Vekin til vinstri eru eftir William Morris en verkið til hægri er eftir Sölva Helgason. Yfir hundrað myndir hafa varðveist eftir Sölva en þær myndir eru oft skreyttir stafir, blómaskraut og sjálfsmyndir. Myndir Sölva eru oft með fagurlega dregnum línum og ótrúlega vönduðum litum miðað við hvaða aðstæður þær hafa verið teiknaðar. (Jón Óskar bls. 227-235) Skáldsagan Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson byggir á ævi Sölva Helgasonar.
Nemendur bjuggu til litlar sjálfsmyndir úr pappamassa og álpappír.
Tekin var upp hreyfimynd með appinu StopMotionStudio..
Nemendur bjuggu meðal annart til símunstur út frá flóru Lystigarðsins.
Tilgangur útikennslu er meðal annars að nemendur tengi við eigin reynslu og þjálfist í að lesa, túlka og skrásetja upplifanir úr nærumhverfi sínu. Í þessu verkefni kynnumst við Lystigarðurinn á Akureyri með fjölbreyttum hætti. Nemendur kynnast mismunandi nálgun í að skynja náttúru og umhverfi. Í gegnum þá reynslu skrásetja þau hjá sér upplifun sína með ljósmyndum, texta, hljóðum, skissum ofl.
Þessi hreyfimynd er búin til af Miu og Ingu á Listasafninu á Akureyri. Figúrurnar eru búnar til úr pappamassa og álpappír, þær eru límdar á bylgjupappa svo að hægt sé að hreyfa þær og láta þær standa uppréttar.