Verkefni
Í þessu verkefni læra nemendur að móta úr álpappír og pappamassa og nota app sem heitir Stop Motion Studio til að búa til hreyfimyndir og sögur. Verkefnið byggir á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Nemendur móta atburðarás eða sögu, velja sér persónur til að móta og fylgihluti "props" Sögupersónur eru síðan mótaðar í pappamassa. Lögð áhersla á að nemandinn öðlist færni í að útfæra hugmyndir sínar. Nemendur læra að móta í leir og forma með álpappír og pappamassa. Nemendur læra að nota algeng verkfæri sem tengjast leir auk þess sem þeir læra grundvallaratriði í mótun hvort sem það er að móta í leir eða pappamassa. Í þessu verkefni er lögð áhersla á sköpun og flæði og að nemendur læri að tjá sig með aðferðum lista. Nemendur læri að útfæra hugmynd sína frá teikningu eða skissu yfir í þrívítt form auk þess fá þeir þjálfun í að útskýra verkin sín fyrir samnemendum og kennurum. Nemendur fá einnig þjálfun í að nota appið Stop Motion studio og búa til stutt stop motion video.
Gott er að vera tilbúin með sögu og allt sem þarf þegar tökur hefjast. Við þetta verkefni er notaður sími, Samsung Galaxy A 50 og appið Stop Motion Studio. Figúrur eru mótaðar úr álpappír og pappamassa, bollar, fuglar og annað smádót er búið til úr leir og húsgögn mótuð úr pappa.
Einu sinni voru vinkonur þær hétu Jonna og Brynhildur. Á fallegum haustdegi í sptember bökuðu þær gómsætar smákökur. "Þessar smákökur ilma dásamlega" sagði Jonna og hún smakkaði eina "og þær bragðast enn betur þú verðið að smakka" sagði hún við Brynhildi. Brynhildur smakkaði kökurnar og var sannfærð um að þetta væru bestu smákökur sem hún hefði á ævi sinni smakkað. Jonna og Brynhildur borðuðu margar smákökur, hverja á fætur annari. "Jonna mín" sagði Brynhildur með munninn fullan af kökum "ég held að nú verðum við að hætta að borða kökur annars verðum við veikar"
"þú hefur rétt fyrir þér" sagði Jonna"við skulum borða eina í viðbót og svo hættum við" ...."já gerum það" sagði Brynhildur og svo aðra þá allra síðustu og svo héldu þær áfram að borða kökurnar. "Nú þurfum við á öllum okkar viljastyrk að halda" Sagði Brynhildur. "Hvað er viljastyrkur" spurði Jonna hissa. "Viljastyrkur er að gera ekki það sem þig langar til að gera" sagði Brynhildur. "Eins og að borða ekki kökurnar" spurði Jonna "já einmitt!!" svaraði Brynhildur og setti kökurnar í Box og batt fyrir og kom þeim fyrir upp á skáp þar sem erfitt var að ná þeim.
"Já en" sagði Jonna" við getum auðveldlega klifrað upp stiga og sótt kökurnar, þetta dugar skammt". "Satt segir þú" sagði Brynhildur. Hún klifraði upp stigann og sótti kökurnar og fór með þær út, opnaði boxið og kallaði á fuglana. "Komiði fuglar ég er með gómsætar kökur sem þið megið borða, komiði fuglar" Fuglarnir komu úr öllum áttum og gæddu sér á gómsætum kökunum."nú eigum við engar kökur til að gæða okkur á" sagði Jonna döpur "ekki eina" "Já en við höfum viljastyrk" sagði Brynhildur sigri hrósandi. "Þú mátt hafa allan viljastyrkinn fyrir þig" sagði Jonna "ég ætla að fara heim og baka fleiri gómsætar kökur"
Sagan um viljastyrkinn er fengin að láni frá Arnold Lobel en hann skrifaði um Frog og Toad. Sagan heitir Cookies og er skrifuð árið 1971. Efni hennar og söguþráður er vel til þess fallinn að nýta í heimspekilegar samræður.
Spurningar sem hægt væri að leggja fyrir nemendur gætu verið:
Hvað er viljastyrkur?
Hvenær þarftu helst á viljastyrk að halda?
Er hægt að þjálfa viljastyrk?
Hafa sumir meiri viljastyrk en aðrir?
Hvort fjallaði sagan um græðgi eða viljastyrk?