Það sem einkennir mörg vatnslitaverk er mýkt og gegnsæi, að ógleymdum nánum tengslum litanna við pappírinn.
Vatnslitir kalla á kvik og óþvinguð vinnubrögð og, ef vel tekst til, verður útkoman fersk og lifandi.
Vatnslitapenslar eru misgóðir og mikilvægt að vanda valið. Hár pensilsins verða að geta myndað fínan odd. Best er að srjúka penslinum laust á myndflötinn.
Best er að nota vatnslitapappír þegar málað er með vatnslitum.
Hvað gerist þegar málað er með gagnsæjum lit yfir annan lit?