Í þessu verkefni er unnið út frá þjóðsögunum um Búkollu, Gilitrutt og Djáknanum frá Myrká þar sem aðferðir myndlistar eru nýttar til að skilja, öðlast þekkingu og hæfni og kynnast mismunandi aðferðum svo sem leirmótun, vatnslitun og þrívíddarvinnu auk þess sem unnið er með myndlæsi og hæfileikann til þess að lesa í og vinna með myndir tengdar þjóðsögunum.
Hér er unnið með vatnsliti
Efni: vatnslitir á vatnslitapappír
Hér er unnið með akrílliti á striga og verkið notað sem bakgrunnur í senu um Gilitrutt
Í þessu verkefni er búið til box og sögunni um Búkollu komið fyrir í boxinu. Unnið er með vatnsliti, tréliti og klippimyndir. Við byrjuðum tímann á að hlusta á söguna um Búkollu til hliðsjónar studdumst við vatnslitamyndir Kristins G. Jóhannsonar og Ásgríms Jónssonar. Unnið er með myndheim íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem til dæmis Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum.
Strákurinn klifrar því ofan hamrana og kemur auga á risastóran helli. Þar gengur hann inn og sér Búkollu bundna undir bálki í hellinum. Hann leysir Búkollur undir eins og leiðir hana út á eftir sér og heldur af stað heim.
Í þessu verkefni eru búnar til senur úr þjóðsögunni um Búkollu þar sem mótað er úr leir og búinn til bakgrunnur með olíupastellitum á svartan pappír.
Um haustið fékk bóndi henni ull mikla og bað hana að vinna hana til vaðmála en tók konan ekki líflega undir. Leið svo fram á veturinn að konan tók ekki ullina og ámálgaði þó bóndi það oft.
Bakgrunnur er málaður með akríllitum á striga og konana mótuð með jarðleir og máluð með glerungum eða leirlitum.
Hér er verið að skerpa á skilningi nemenda á rými. Hvað er forgrunnur, bakgrunnur og miðjurými. Þetta verk er marglaga.
Hliðar verksins eru eins og harmonikka.
Drengurinn og Búkolla