Verkefni
í þessu verkefni læra nemendur að búa til handbrúður og brúðuleikhús. Unnið er með fjölbreyttar aðferðir og efni. Verkefni er hugsað fyrir börn á aldrinum 7-10 ára en það má auðveldlega aðlaga þetta verkefni öllum aldurshópum. Verkefnin sem eru lögð fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Einnig munu nemendur kynnast töfrum leikhússins og að búa til einfalda leikmynd fyrir brúðurnar. Unnið verður með appið PowerDerector og búin til stutt myndbönd.
Handbrúða
Hanbrúða er tegund af leikbrúðu sem er stjórnað af hendi eða höndum sem eru inn í brúðunni. Handbrúðurnar hér til vinstri eru unnar með þrem mismunandi aðferðum. Brúðan til vinstri er unnin úr spýtukubbum sem eru límdir saman með límbyssu, hola fyrir fingur er boruð með spaðabor. Brúðan í miðjunni er mótuð með álpappí og pappamassa, og handbrúðan til hægri er búin til úr eggjabökkum og pappamassa. Allar brúðurnar eru málaðar með akrillitum. Búkarnir eru búnir til úr gömlu viskastykki og efnisafgöngum, þeir eru handsaumaðir með nál og tvinna en það er líka hægt að nota saumavél til að sauma þá saman. Búkarnir eru málaðir með akríllitum og að lokum eru hausarnir límdir á búkana.
PowerDerector
PowerDerector er app sem býður upp á marga möguleika í gerð myndbanda. Uppbygging hugbúnaðar er skýr og auðveld í notkun. Hugbúnaðurinn er ódýr og það er hægur leikur að hlaða appinu í síma eða Ipad.
Brúða unnin úr spýtukubbum sem eru límdir saman með límbyssu, hola fyrir fingur í höfði er boruð með spaðabor. Brúðan er máluð með akríllitum.
Brúða mótuð með álpappír og pappamassa, máluð með akríllitum.
Handbrúða búin til úr eggjabökkum og pappamassa.
Paul Klee bjó til handbrúður fyrir son sinn Alex og eins og sjá má á myndunum þá nýtti hann gamalt efni. Það eru einhverjir töfrar fólgnir í því að vinna með gamla hluti og gefa þeim fegurð.
Myndir teknar af:dangerousminds.net/comments/paul_klees_awesomely_charming_hand_puppets
Nemendur handsaumuðu búkana og máluðu með akríllitum. Höfuðin eru mótuð með álpappír og pappamassa og tölur, kubbar og perlur notaðar til að móta augu, nef og munn.
Í þessu verkefni munu nemendur læra:
•Að vinna með mismunandi efni
•Að vinna með mismunandi liti og áferð
•Að útfæra tvívítt verk eða skissu í þrívítt form
•Að sýna frumkvæði og þor, gera tilraunir í verkefninu
•Að velja og beita viðeigandi aðferðum og tækni við mótun og gerð leikbrúða
•Að fjalla um eigin verk og verk annara í virku samtali við aðra nemendur
•Að búa til leikhús sem felur í sér leikmynd, búninga lýsingu, sögu, tjáningu og persónusköpun
Að búa til stutt myndbönd með appinu PowerDirector
Hér sjáiði dæmi um myndband sem búið er til með PowerDirector. Það er tekið upp á Galaxy A50. Einföld leikmynd og söguþráður, þetta þarf ekki að vera flókið. Notið hugvitið, sköpunargáfuna og umfram allt skemmtið ykkur!!
það er gott að byrja á því að móta höfuð í grófum dráttum áður en farið er að setja augu, nef munn og eyru. Augu, nef og munnur eru mótuð sér og límd á með límbyssu því næst er pappamassinn settur yfir. Búkarnir voru saumaðir í saumavél. Við nýttum gamalt tjald, gluggatjöld og afgangs efnisbúta í búkana sem nemendur máluðu með akríllitum og skreyttu með fjöðrum og gömlu dóti sem við fundum í fórum okkar.
Hér eru búkarnir saumaðir í saumavél og fjaðrir límdar á sem skraut.
Höfuð er mótað með álpappír og pappamassa.
Þegar búið er að móta höfuð í grófum dráttum eru augu, nef, eyru og munnur búin til og límd á höfuð.
Þetta video er búið til af nemendum á Siglufirði. það er tekið upp á síma og appid PowerDirector notað til að klippa og tengja video saman og setja inn tónlist.