Hér er verið að mót Fjalla-Eyvind í leir
Geimfarar og geimvísindafólk hafa sýnt svæðinu við Öskju mikinn áhuga í mörg ár.
Áður en fyrstu mennirnir stigu á tunglið æfðu þeir sig á hálendinu við Öskju, í Nautagili. Þangað komu Neil Armstrong og fleiri til æfinga, meðal annars vegna líkinda svæðisins við tunglið auk þess æfðu þeir sig í því að taka jarðfræðisýni, þ.e. að safna ólíkum sýnum. Tilgangurinn var að þeir væru færir um að safna sem bestum sýnum á tunglinu. 50 árum síðar komu nokkrir af þeim sem komu árin 1965 og 1967 til æfinga aftur í heimsókn til Íslands, Armstrong var þá látinn en fjölskyldan hans kom með í ferðina. Einn af geimförunum hafði þá orð á því að þeir hefðu æft víða um heim fyrir tunglferðina, en honum hefði þótt hálendið við Öskju langtum líkast því sem þeir svo upplifðu á tunglinu og æfingarnar á Íslandi því verið mjög mikilvægar.
Hvað er jarðfræðisýni?
Hvað er það sem gerir hálendið við Öskju líkt tunglinu?
Öskjusvæðið kannað á ljósmynd
Geimfararnir eru mótaðir úr álpappír og pappamassa
Hér er verið að mála Öskjusvæðið með akríllitum
Herðubreiðarlindir er lindarsvæði og gróðurvin með einstöku dýralífi í Ódáðahrauni innan Vatnajökulsþjóðgarðar.
Svæðið var friðlýst 1974. Herðubreið rís við himinn 4-5 km suðvestan við lindirnar. Svæðið er að mestu þakið hrauni.
Aðalhraunið er komið frá Flötudyngju og er tiltölulega ungt
Víst er talið að Fjalla-Eyvindur hafi dvalið einn vetur í Herðubreiðarlindum. Eins er líklegt að í kjölfarið hafi hann í um áratug haldið til á hálendinu norðan Vatnajökuls ásamt Höllu konu sinni, að öllum líkindum í Hvannalindum. Saga Eyvindar og Höllu hefur lengi verið Íslendingum hugleikin og hafa orðið til flökkusögur um þau skötuhjú sem blandast hafa heimildum. Og þó að sumir líti á þau sem ótínda sauðaþjófa má halda til haga hve úrræðagóð og dugmikil þau hafa verið og hve langt sjálfsbjargarviðleitni og þráin eftir sjálfstæði getur fleytt fólki í nánast ómögulegum aðstæðum.
Hvað þýðir það þegar svæði eru friðlýst?
Hvaða dýr eru við Herðubreiðarlindir?
Hvernig fóru Fjalla-Eyvindur og Halla að því að lifa af upp á hálendinu?
Hvað borðuðu þau og hverju klæddust þau?
Telur þú að þekking á landinu okkar muni stuðla að aukinni umhverfisvitund og umhverfisvernd?
Hvernig getum við gengið betur um landið okkar og jörðina?
Á undanförnum árum hefur geimvísindafólk stundað rannsóknir og æfingar á hálendinu nærri Öskju. Meðal annars hafa æfingar með Mars Roverinn ásamt dróna átt sér stað nokkuð oft á Dyngjusandi. Æfingarnar snúast um að keyra Roverinn í þessu umhverfi, einnig að sam hæfa drónann og Roverinn en þeim er ætlað að vinna saman og safna saman gögnum. Gögnin eru send vísindafólki sem eru ekki á svæðinu sem síðan vinna úr gögnunum, eins og ef Roverinn og dróninn væru á Mars..
Geimverk er stop motion unnið af nemendum í Reykjahlíðarskóla með appinu: Stop Motion studio Um stopmotion