Höfundur: Brynhildur Kristinsdóttir
Tilgangur verkefnisins er að samþætta námsgreinar við sjónlistir og nota til þess fjölbreyttar aðferðir auk þess eru kynntir nýir miðlar við nám og kennslu í listgreinum. Ég lít svo á að ekki sé lengur hægt að byggja námskrá skóla eingöngu á hefðbundnum námsgreinum sem eru tiltölulega óháðar hver annari heldur verður að leitast við að samþætta námsgreinar og skapa úr þeim samstæða heild. Ég tel afar mikilvægt að búa til tengsl námsgreinar og viðfangsefni í námi við lífið sjálft og nánasta umhverfi. Eitt af mikilvægustu hlutverkum kennarans er að hvetja nemendur til að vinna á sem fjölbreytilegastan hátt og kenna þeim það í gegnum námsefni sem gefur nemendum svigrúm til að velja mismunandi leiðir.
Námsvefurinn er auk þess leið fyrir mig til að halda utan um áhugaverð verkefni og þróa þau áfram. Því má segja að verkefnin séu aldrei fullkláruð heldur í stöðugri þróun. Ég hef unnið öll verkefnin með nemendum mínum að einu undanskildu sem ég vann upp á eigin spýtur.
Námsvefurinn gerir mér kleift að deila hugmyndum mínum og námsverkefnum með öðrum.
Sjá einnig: "Að vaxa í gegnum skapandi ferli" https://skemman.is/bitstream/1946/40407/1/A%c3%90%20VAXA%20%c3%8d%20GEGNUM%20SKAPANDI%20FERLI%20%20og%20namsverkefni.is.pdf
Í vekefninu er unnið með ljósmyndir, vatnsliti og viðfangsefnið er tengt við umhverfismennt. Nemendur kynnast auk þess appi sem heitir PlipaClip.
Í þessu verkefni er unnið með pappamassa, leir og álpappír.. Hér er verið að samþætta myndmótun, heimspeki, sagnagerð og hreyfimyndagerð. Nemendur kynnast appinu Stop Motion Studio
Nemendur læra að búa til handbrúður. Hér er verið að samþætta myndlist, leiklist og textíl auk þess sem nemendur læra að búa til video og að nota app sem heitir PowerDirector.
Nemendur læra að nýta eigin verk bæði sem bakrunn og persónur í videoverki.
Í þessu verkefni læra nemendur að vinna tvívítt verk í þrívítt form auk þess sem kenndar eru aðferðir til að samþætta myndlist, textílmennt og listina að segja sögu með nýjum miðlum.
Í þessu verkefni er verið að samþætta sjónlist og heimspeki á áhugaverðan hátt. Nemendur læra að móta í leir og að nota aðferðir heimspeki í samræðum.
í verkefninu læra nemendur að móta í snjóinn og búa til skúlptúra úr snjónum. Unnið er með fjölbreyttar aðferðir. Verkefnið er hugsað fyrir nemendur á öllum aldri.
Sjónum nemenda er beint að samspili manns og náttúru. Nemendur eru beðnir um að veita fuglum í nánasta umhverfi athygli og komast að því hvað þeir heita. Nemendur búa til stórt myndverk sem byggir á samvinnu. Hér er verið að samþætta sjónlistir og náttúrufræði.
Í þessu verkefni er verið að samþætta sjónlistir og landafræði. Nemendur búa til báta úr pappír sem þeir lita eða mála. Nemendur teikna sig sjálfa og setja í bátinn.
Við kynnumst Lystigarðurinn á Akureyri með fjölbreyttum hætti. Nemendur kynnast mismunandi nálgun í að skynja náttúru og umhverfi.
Verkefni unnið í samstarfi við Vatnajökuls-þjóðgar og Reykjahlíðarskóla.
Í þessu verkefni er verið að samþætta sjónlistir við umhverfismennt. Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar sem felur í sér að nemendur þurfa að tileinka sér gagnrýna hugsun á sviði neyslu-og umhverfishegðunar
Í þessu verkefni er unnið út frá þjóðsögunum um Búkollu, Gilitrutt og Djáknanum frá Myrká þar sem aðferðir myndlistar eru nýttar til að skilja, öðlast þekkingu og hæfni og kynnast mismunandi aðferðum